top of page

Um mig

Sálfræðisetrið

Sálfæðiþjónusta fyrir fullorðna og ungmenni.
Einstaklingsmeðferð,greining og handleiðsla.
Ham, EMDR og CFT - samkenndarmiðuð nálgun.
Sigríður Karen 1 x30.jpg

Sigríður Karen Bárudóttir, Cand.psych

Sérfræðingur í klínískri sálfræði og réttarsálfræði.
Starfsreynsla, menntun og þekking

Sigríður Karen sinnir meðferð fullorðinna, handleiðslu fagfólks og einnig sinnir hún meðferð ungmenna frá 16 ára aldri gegn tilvísun frá Sjúkratryggingum Íslands.

 

Karen eins og hún er iðulega kölluð lauk stúdentsprófi af listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti árið 1991, B.A. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og cand.psych prófi í sálfræði frá sama skóla árið 2005.

Karen hefur starfað sem sálfræðingur frá 2005 og rekið eigin sálfræðistofu samhliða störfum hjá Landspítalanum frá 2008. Hún hefur mjög fjölbreyttan bakgrunn og starfsreynslu sem nýtist vel þegar mæta þarf ólíkum þörfum skjólstæðinga.

Um mig

Meðferð

Meðferð
Dry Plants

Greining

Í upphafi meðferðar fer fram viðtal þar sem lagt er mat á líðan, hegðun og þá þætti sem hafa áhrif. Skoðað er hvað þú vilt vinna með og markmið meðferðarinnar.

EMDR meðferð

Áföll - minni og stærri
Áfallastreituröskun
Erfiðar minningar
Sorg og missir
Vanræksla eða ofbeldi
Sársauki og verkir
Streitutengd vandamál
Svefntruflanir

Viðtalsmeðferð

Viðtalsmeðferð hjálpar þér að takast á við persónulegar áskoranir, vinna úr áföllum, þunglyndi og  kvíða ásamt því að bæta og styrkja sjálfsmat þitt.

Réttarsálfræðilegt
mat

Geðræn einkenni
Persónuleikaþættir
Áhættumat (HCR-20)
Siðblinda (PCL-R)
Mat á vitsmunaþroska
(WAIS-III)

HAM

Hugræn atferlismeðferð

Almennur kvíði

Heilsukvíði

Fælni

Félagsfælni

Ofsakvíði

Lágt sjálfsmat

Vefjagigt

Reiðistjórnun

Þunglyndi

Geðrofseinkenni

Endurhæfing hugrænnar færni

Geðrofseinkenni

Geðklofi

Geðhvörf

Áhugahvetjandi samtal

Lífsstíll og vellíðan
Heilsutengd hegðun
Markmið og breytingar
Taka upp nýja hegðun
Styðja við nýjan lífsstíl
Bæta lífsgæði

Samkenndarmiðuð nálgun

Fíkn og fíknisjúkdómar
Aðskilnaðarraskanir
Léleg sjálfsmynd
Skömm

Að byrja

Að byrja í sálfræðimeðferð

Þar sem mörgum þykir erfitt og kvíðavænlegt að hugsa til þess að fara til sálfræðings þá eru hér upplýsingar sem ættu að nýtast við að skilja hverju er von á þegar mætt er í fyrsta skipti til mín.

Fyrsti tíminn hjá sálfræðingi
Í fyrsta skipti sem þú kemur legg ég áherslu á að fá upplýsingar frá þér. Ég munum biðja þig að segja mér hvers vegna þú ákvaðst að leita til mín, hve lengi vandinn hefur staðið yfir og hvernig hann truflar þitt daglega líf. Ég mun einnig biðja þig um að gefa mér upplýsingar um þig sem skipt geta máli fyrir meðferðina og ýmislegt sem gæti verið að viðhalda vandanum hjá þér.

 
Meðferðarleiðir
Í lokin förum við yfir hvaða meðferðarleiðir við sjáum sem valmöguleika fyrir þig. Lítist þér á það sem lagt er til þá finnum við annan tíma áður en þú ferð.

— Sigríður Karen Bárudóttir, sálfræðingur og EMDR meðferðaraðili

Þjónusta

Þjónusta

Ég legg áherslu á hlýlegt og traust umhverfi þar sem ég veiti einstaklingum og hópum sérhæfða sálfræðimeðferð. Hjá Sálfræðisetrinu býð ég upp á faglega meðferð samkvæmt klínískum leiðbeiningum þar sem það á við í þægilegu umhverfi á góðum stað í Reykjavík. Meðferðin byggist á einstaklingsbundnu mati á vanda hvers og eins og góðri samvinnu þar sem virðing og trúnaður er í fyrirrúmi. Fullrar nafnleyndar er gætt.

 
Verð á sálfræðitíma

Sálfræðitími er 50 mínútur og kostar 25.000.- krónur.  Þú getur borgað með reiðufé eða greiðslukorti og þú færð að sjálfsögðu greiðslukvittun. Athugaðu að ég fer fram á staðgreiðslu nema að annað sé umsamið áður en meðferðartíminn hefst.  

Handleiðslutímar sem greitt er fyrir eftir x fjölda skipta kosta 25,500 kr. hver tími.  

 

Afbókanir

Tíminn er frátekinn fyrir þig og því ert þú beðin(n) að afbóka eða gera breytingar með sólahrings fyrirvara svo að gjald falli ekki á þig ef þú kemst ekki. Ef þú nærð ekki að afbóka í tíma færðu sendan reikning í heimabankann þinn fyrir upphæð viðtalsins. Þú getur afbókað/breytt með tölvupósti eða hringt í síma 537 3033 milli 8 og 10:00 á morgnana.

Leiðir 16, 14 og 12 stoppa uppi á Kleppsvegi rétt við Sundagarða. 
Panta tíma

Hafa samband

Skilaboðin hafa verið móttekin. Ég hef samband eins fljótt og auðið er.

bottom of page