top of page

Covid-19 ráðstafanir

Sigríður Karen Bárudóttir, Cand.psych

Sérfræðingur í klínískri sálfræði og réttarsálfræði, EMDR þerapisti

Upplýsingar fyrir skjólstæðinga

Ég vil biðja þig að fylgja leiðbeiningum landlæknis varðandi sóttvarnir þegar þú kemur á Sálfræðisetrið hjá EMDR stofunni. Á EMDRstofunni er meðferðarrými skipt niður í  tvær álmur til þess að draga úr smithættu. Einnig hafa  dagleg þrif á yfirborðsflötum í sameiginlegum rýmum verið aukin.
 

 • Álmurnar hafa sér innganga og salerni

 • Skjólstæðingar eru beðnir að nýta eingöngu rými síns meðferðaraðila

 • Þvoðu hendur þínar eða notaðu spritt

 • Forðastu að snerta fleti sem margir snerta (til dæmis posa, penna og hurðarhúna)

 • Hafðu að lágmarki tveggja metra fjarlægð á milli þín og annarra á biðstofunni

 • Heilsaðu án snertingar

 • Ef þú finnur fyrir flensueinkennum bókaðu þá fjarviðtal eða færðu tímann

 • Því miður getur meðferðaraðili ekki boðið upp á drykk á meðan á faraldrinum stendur sökum sóttvarna

   

Viltu bóka fjarviðtal?

Þú getur hitt mig í gegnum fjarfundabúnað með einföldum og þægilegum hætti. Fjarviðtal hentar vel öllum sem komast ekki eða vilja ekki vera á ferðinni. Ef þú vilt nýta þann kost þá getur þú sent mér tölvupóst á info@salfraedisetrid.is. Ég sendi þér hlekk þar sem þú skráir þig inn. Ferlið er mjög auðvelt.
 

Ef þú eða þeir sem búa í þínu nærumhverfi eru með:

 • Covid-19

 • Kvef

 • Flensueinkenni

 • Þurran hósta

 • Höfuðverk

Eða ef þú:

 • Býrð með fjölskyldumeðlimi sem er í sóttkví

 • Ert sjálf/ur í sóttkví

skaltu bóka fjarviðtal eða færa tímann frekar en að koma. Þannig getur þú hjálpað til við að draga úr mögulegri útbreiðslu kórónaveirunnar.
 

Áhyggjur og kvíði

Það er eðlilegt að finna fyrir áhyggjum eða kvíða þegar óvissuástand ríkir. Mikilvægt er að halda daglegum venjum eins og hægt. Gott er og nýta þau bjargráð sem þú þekkir úr meðferðinni og veist að virka.
 

Við erum öll almannavarnir

 • Flestir sem fá Covid-19 fá væg einkenni

 • Sumir eru jafnvel einkennalausir en smita samt aðra

 • Þú getur hjálpað til við að draga úr útbreiðslu veirunnar með reglulegum handþvotti

 • Hóstaðu í olnbogabótina eða í einnota klúta ef þú þarf að hósta og passaðu að hósta ekki eða hnerra á aðra

 • Takmarkaðu náin samskipti við annað fólk og virtu tveggja metra regluna

 • Vertu í sjálfskipaðri sóttkví ef þú finnur fyrir einkennum

 • Hafðu samband við heimilislækni eða í netspjall Heilsuveru ef þú telur þig vera að veikjast

bottom of page