top of page
  • Black Facebook Icon
Search

Kláraðu ferlið! - Námskeið

  • Writer: Sigríður Karen Bárudóttir
    Sigríður Karen Bárudóttir
  • Feb 27
  • 2 min read

Námskeið fyrir EMDR meðferðaraðila sem hafa lokið grunnþjálfun í EMDR og vilja stefna að vottun á færni sinni skv. viðmiðum EMDR Ísland.


Boðið er upp á fræðslu og stuðning í gegnum hæfnivottunarferlið fyrir EMDR meðferðaraðila. Tveir hópar verða í boð og byrjar sá fyrri í febrúar og sá síðari í mars 2025. Í hópunum er pláss fyrir 8 manns.

 

Tímasetningar: Mánudagar, mánaðarlega, kl 13 – 15. Fyrsti dagur verður 24. febrúar, annar hópurinn mun byrja 17. mars.

Staðsetning: Sálfræðisetrið Sundagörðum 2., 2.hæð

Sálfræðingur: Sigríður Karen Jochumsd Bárudóttir, EMDRIA og EMDR Europe vottaður handleiðari, klínískur sálfræðingur

Verð: 150.400 fyrir alla 8 mánuðina.

 

Frekar um skipulag námskeiðisins og ferlisins: Tímarnir verða í heildina 8 og tveir tímar í senn. Þátttakendum verður kynnt hverjar kröfur EMDR Ísland eru til að uppfylla skilyrði sem vottaður EMDR meðferðaraðili og þátttakendur studdir í að koma sér upp skipulögðu kerfi til að taka til gögn og vinna að því að bæta færni á þeim sviðum sem þarf að styrkja hjá hverjum og einum.


Þáttur hópsins er mikilvægur til að þátttakendur upplifi sig ekki eina í þessu ferli, finni stuðning og geti varpað fram spurningum og fengið svör við því sem vefst fyrir þeim í ferlinu.


Fáir meðferðaraðilar á Íslandi hafi lokið þessari vottun vegna skorts á getu til að greiða úr þeim hafsjó af færniþáttum og vottorðum sem þarf að hafa til reiðu til að ljúka ferlinu. Það er hins vegar nærsamfélaginu mikilvægt að mennta EMDR aðila til fullnustu þannig að þeir hafi góða og djúpa færni í sinni vinnu og geti af öryggi sinnt öllum skala áfallamála sem inn á þeirra borð kemur, sem og annarra mála sem ábendingar eru um að EMDR meðferð geti hjálpað við.

 

Skráning og frekari upplýsingar: Fer fram í gegnum netfangið karen@salfraedisetrid.is. Forgangsraðað verður eftir þeirri röð sem skráningar berast.


Basic Training vottorð þarf að fylgja með svo skráning sé gild.

                 

 
 

Sigríður Karen Bárudóttir | Sálfræðisetrið ehf | Sundagarðar 2. 2.hæð | 104 Reykjavík | S: 537 3033 | karen@salfraedisetrid.is

bottom of page